Félag Kundalini jógakennara á Íslandi

Um kytais

Samtök jógakennara

 
 

KYTAIS

KYTAIS eru samtök Kundalini jógakennara á Íslandi. KYTAIS eru fagleg samtök sem veita Kundalini jóga kennurum þjónustu og þar að leiðandi öllum þeim sem stunda Kundalini jóga.

Samtökin mynda stuðningsnet kennara sem fá tækifæri til að vinna saman og efla faglegan og andlegan þroska.

KYTAIS stuðlar að Vatnsberasamfélagi með því að kenna, stunda og deila Kundalini jóga og hugleiðslu eftir forskrift Yogi Bhajan.

IKYTA eru alþjóðleg samtök Kundalini jógakennara (International Kundalini Yoga Teacher Association). IKYTA eru fagleg samtök sem þjóna Kundalini jógakennurum um allan heim. Samtökin bjóða meðal annars upp á ýmis konar fría endurmenntun fyrir kennara og veita afslátt af vörum sem eru kennurum mikilvægar.

Þegar þú gerist meðlimur í KYTAIS ertu skráður sem kennari á alþjóðlegu IKYTA síðunni og þannig færð þú sýnileika á alheimsvettvangi og tengslatækifæri.

KYTAIS samtökin eru opin öllum KRI viðurkenndum kennurum og nemum í kennaranámi á Íslandi og þegar þú gerist meðlimur KYTAIS verður þú sjálfkrafa meðlimur IKYTA.

KYTAIS Samtökin eru opin öllum KRI viðurkenndum kennurum og nemum í kennaranámi. Árgjaldið er kr. 4000.

 

ÁVINNINGUR AF ÞVÍ AÐ VERA MEÐLIMUR Í KYTAIS:

 

  • Þegar þú gerist meðlimur í KYTAIS verður þú sjálfkrafa meðlimur í IKYTA alþjóðlegum samtökum kundalini kennara.  Á síðunni www.ikyta.org fá meðlimir félagsins  aðgang að alþjóðlegu kennsluefni.

  • KYTAIS býður upp á námskeið og viðburði sem meðlimir fá ýmist frítt eða niðurgreitt. Stefnt er að því að bjóða 1-2 sinnum á ári upp á námskeið með erlendum kennara og 1-2 sinnum á ári með innlendum kennurum.

  • Meðlimir félagsins fá njóta afsláttarkjara hjá ýmsum jóga-og heilsuverslunum.

  • Á heimasíðunni eru upplýsingar um þá kennara sem eru meðlimir í KYTAIS og samtökin mæla þar af leiðandi með þér sem kennara. Það er því ákveðinn gæðastimpill fyrir þig sem kennara að tilheyra KYTAIS samtökunum.

  • Á heimasíðunni geta meðlimir KYTAIS auglýst námskeið og viðburði sem tengjast Kundalini jóga.

  • Sem meðlimur í KYTAIS tilheyrir þú hópi kennara sem samanlagt búa yfir mikilli reynslu.  Í þann brunn getur þú sótt.

  • Meðlimir KYTAIS fá boð á fundi og alla atburði sem KYTAIS stendur fyrir. Einnig leitum við í raðir kennara til kennslu á þeim viðburðum sem KYTAIS stendur fyrir.

  • Félagsmenn hafa aðgang að lokaðri facebook síðu þar sem hægt er að leita í reynslu annara kennara, hjálpast að og efla tengslin.

 
IMG_3592.JPG

Gerast meðlimur KYTAIS

Þegar þú gerist meðlimur í KYTAIS ertu skráður sem kennari á alþjóðlegu IKYTA síðunni og þannig færð þú sýnileika á alheimsvettvangi og tengslatækifæri.

Meðlimum KYTAIS bjóðast einnig afsláttarkjör á ýmsum góðum stöðum gegn framvísun félagsskírteinis.  Skírteinin verða send öllum gildum meðlimum 2018.

SKRÁÐU ÞIG Í FÉLAGIР▸

KYTAIS er ungt félag sem mun dafna með þinni þátttöku á næstu árum. Stjórnin hefur ýmislegt fleira fyrirhugað sem verður boðið upp á þegar félagið verður stöndugra. Þar má t.d. nefna afsláttarkjör fyrir félagsmenn, styrkjaumsóknir, fréttabréf og aðgang að læstu svæði á heimasíðu þar sem meðlimir geta sótt sér alls kyns fróðleik sem hægt er að nýta við kennslu.

SIÐAREGLUR & FAGLEGIR STAÐLAR KUNDALINI JÓGAKENNARA

 
satnam