Félag Kundalini jógakennara á Íslandi

Siðareglur Kundalini jógakennara

FAGLEGIR STAÐLAR

Þýðing á alþjóðlegum siðareglum IKYTA sem KYTAIS er aðili að.

(3HO IKYTA KRI Code of Ethics and Professional Standards of a Kundalini Yoga Teacher).

TENGSL KENNARA VIÐ NEMENDUR

Það er mikilvægt ábyrgðahlutverk að samskipti og samband kennara við nemendur og aðra kennara sé ávallt á meðvituðum og faglegum nótum. Kennari skal gera sér grein fyrir því að í sambandi kennara við nemendur er ekki valdajafnvægi. Það ójafnvægi í sambandi heldur þótt nemandi sæki ekki lengur kennslu til kennara.

1. Kennari gerir sér grein fyrir því einlæga og skilyrðislausa trausti sem honum/henni er gefið vegna þess valds sem kennari hefur í sambandi sínu við einstaka nemendur. Kennari skal meðvitað forðast hvers kyns samband við nemanda sem mætti túlka sem misnotkun, þ.e. að hann/hún skal aldrei nýta sér þannig samband fyrir eigin ágirnd eða ávinning.

2. Hvers kyns kynferðislegt samband eða hegðun við nemendur eru siðlaust, í öllum tilvikum og jafnvel þótt nemandi bjóði upp á eða samþykk þannig hegðun. Kynferðisleg hegðun tekur til, en er engan veginn takmörkuð við, öll afbrigði af augljósum eða duldum tælandi talsmáta, látbragði og framkomu.

3. Hvers kyns fjárhagsleg tengsl við nemendur ber að forðast og falla mögulega undir agabrot og fá þannig meðferð. Fjárhagsleg tengsl varða m.a., en eru ekki takmörkuð við, gjafirog viðskiptaleg tengsl. Greiðsla fyrir kennslu er eðlileg. Ef þú hefur einhverjar spurningar er varða fjárhagsleg tengsl, hafðu þá samband við framkvæmdastjóra IKYTA (Executive Director of IKYTA).

4. Ofangreind atriði skulu gilda eins lengi og kennari er í kennari-nemandi sambandi og í a.m.k. 6 mánuði eftir að nemandi hættir að sækja tíma eða þjálfun hjá kennara.

5. Kennari skal aldrei sýna eða taka þátt í áreiti, niðurlægjandi orðræðu eða framkomu, eða þvingun gagnvart núverandi eða fyrrverandi nemendum.

6. Kennar sýnir tillitsemi í málum er varða siðferðislega, félagslega og trúarlega stöðu nemenda, og forðast að þröngva eigin persónulegu skoðunum á aðra.

7. Kennari mun ekki ráðleggja nemanda að gera eitthvað sem er gegn læknisráði fyrir nemanda.

8. Kennari gerir sér grein fyrir að hann/hún er miðill fyrir þessa kennslu, aldrei uppruni hennar. Kundalini jógakennari eftir forskrift Yogi Bhajan vígir ekki aðra mannesku.

9. Kennari kappkostar við að byggja tengls nemanda við kennsluefnið og við hans/hennar eigin sál, í staðinn fyrir einhverja persónu.

10. Ef kennari getur ekki haldið áfram kennari-nemandi sambandi, þá skal kennari, ef nemandi óskar eftir, koma nemanda í samband við aðra viðeigandi kennara í 3HO alþjóðasamfélaginu (3HO Global Community).

11. Kennari meðhöndlar öll samskipti við nemendur með virðulegum og viðeigandi trúnaði.

UMGJÖRÐ KENNSLUTÍMA

1. Kennari kennir kriyur (sem samanstanda af stöðum, möntrum, hugleiðslum eða setti) eins og þær voru kenndar af Yogi Bhajan, með þeirri undantekningu að mega minnka tímalengd á stöðum, eða bjóða upp á afbrigði á stöðum ef nauðsynlegt þykir til að koma til móts við líkamlegt hæfi nemenda.

2. Kennari býr ekki til kriyur (stöður, möntrur, hugleiðslur eða sett). Kennari sameinar ekki kennsluefni eða æfingar úr öðrum greinum inn í Kundalini jógakriyu eins og kennd af Yogi Bhajan.

3. Kennari staðfestir að hann/hún er hluti af og hlekkur í gullnu keðjunni (Golden Chain) með því að byrja alla kennslutíma á Adi Mantra og kyrja „Ong Namo Guru Dev Namo“ a.m.k. þrisvar. Allir tímar enda með því að syngja „Megi eilífðarsól“.

4. Kennari er ábyrgur fyrir að viðhalda heildstæðni og helgi kundalini jógakennslu og fræðum.

5. Kennari ýkir ekki eða rangfærir ávinning af iðkun kundalini jóga eins og kennt af Yogi Bhajan (Kundalini Yoga as taught by Yogi Bhajan®).

6. Í kundalini jógatíma skal kennari klæðast viðeigandi, látlausum og hreinum, hvítum fatnaði. Einnig er sterklega mælt með höfuðbúnaði.

7. Kennari hefur í heiðri lögmál jóga að „Ef þú kemur tómhent(ur), þá munt þú fara tómhent(ur)“ með því að hvetja nemendur til að gefa eitthvað til baka.

SAMSKIPTI ÚT Á VIÐ OG KYNNINGAR

Þessar viðmiðunarreglur eru settar til að hafa í heiðri kosti og gæði kennslunnar (fræðanna) og til að hlíta öllum lagalegum viðmiðunarreglum er varða viðeigandi túlkun og framsetningu á þjónustu okkar.

1. Kennari kemur fram nákvæmlega í samræmi við hans/hennar faglegu hæfni og réttindi ásamt tengslum hans/hennar við og/eða kostun af hvers kyns samtökum/fyrirtækjum/félögum.

2. Kynningar og bæklingar sem auglýsa kennslu eða námskeið byggð á kennslu Yogi Bhajan (Teachings of Yogi Bhajan) skulu skýra og lýsa þeim af nákvæmni og sæmd.

3. Kennari mun kynna sjálfa(n) sig, 3HO, IKYTA, KRI, og Yogi Bhajan sannanlega og nákvæmlega í öllum almennum samskiptum. Auglýsingar og kynningar munu fylgja viðmiðunarreglum settum af 3HO, IKYTA eða KRI sem réttilega endurspegla markmið þessara samtaka/félaga.

KENNARAR Í SAMFÉLAGI

1. Kennari styður þjónustu annarra kennara með meðvituðum tjáskiptum sem forðast neikvæðni eða óréttláta tileinkun í garð annarra kennara.

2. Kennari talar og hegðar sér á virðulegan máta gagnvart öðrum Kundalini jógakennurum, og eins gagnvart kennurum annarra jóga greina (og heilsuforma).

3. Kennari falast ekki meðvitað eftir nemendum annarra kennara.

4. Kennari byggir upp samheldni 3HO Alþjóðasamfélagsins (3HO Global Community) með því að fagna fjölbreytileika, sýna vilja til samstarfs og staðfestu í að hegða sér á þann máta að allir hafa hag af.

5. Kennari gegnir mikilvægu aðildarhlutverki við það að styðja við öll alþjóðleg (og landssamtök, eftir því sem við á) samtök/félög kennara: 3HO, IKYTA, KRI. Hann/hún kemur fram sem fulltrúi þeirra faglegu og siðferðislegu reglna sem þessi samtök/félög viðhalda.

6. Kennari ræktar siðfræðileg heilindi okkar sem kennarar með því að vera vakandi fyrir og leita eftir aðstoð fyrir kennara sem mögulega eru að brjóta þesar reglur, með því að bjóða aðstoð beint eða í gegnum viðeigandi farveg samtaka/félags.

7. Á öllum stundum stendur hegðun og framkoma kennara fyrir þann hreinleika og heilindi sem Yogi Bhajan kenndi.

8. Á öllum stundum skal kennari gangast við tengsla-línu gullnu keðjunnar (lineage of the Golden Chain) og kennslunnar (fræðanna) með virðingu og lotningu.

9. Hvaða kennari sem er dæmdur ábyrgur eða sekur fyrir dómstólum þar sem fram koma gögn eða dómur felldur um siðferðislega spillingu, afbrot eða svik, er undirorpinn refsingu af hálfu 3HO, IKYTA KRI siðareglu- og faglegra staðlanefndar (3HO IKYTA KRI Ethics and Professional Standards Committee).

10. Hvaða kennari sem hegðar sér í mótsögn við hagsmuni 3HO, IKYTA, KRI, Yogi Bhajan eða þeirra eininga sem styðja við þjónustu þeirra, og sem fela í sér brot er varða fjárvörslu-skyldur (fyrir hönd eða í „trust“ vörslu) eða fjárhagsleg misferli, er undirorpinn refsingu af hálfu 3HO IKYTA KRI siðareglu- og faglegra staðlanefndar (3HO IKYTA KRI Ethics and Professional Standards Committee).

FAGLEGT HÆFI

1. Kennari gefur sig að og viðheldur reglulegri, daglegri andlegri iðkun sem innifelur kundalini jóga og hugleiðslu eins og kennt af Yogi Bhajan® (as taught by Yogi Bhajan®).

2. Kennari gefur sig að stöðugum framförum er varða hans/hennar faglegu þekkingu og færni. Hann/hún uppfyllir allar þjálfunarkröfur sem eru þróaðar og framsettar af 3HO IKYTA og KRI Aquarian Trainer Academy ((og landssamtök, eftir því sem við á).

3. Kennari heldur sig frá notkun, eða því að vera háður, áfengi, tóbaki, eða fíkniefum (nema af læknisfræðilegum ástæðum). Kennari leyfir ekki notkun áfengis, tóbaks, eða fíkniefna í neinu tilviki er tengist kundalini jógatíma, námskeiði, eða viðburði.

4. Í samræmi við jógahefð borðar kennari grænmetisfæði. Kennari tryggir að grænmetisfæði sé framreitt í tilvikum er tengjast Kundalini jógatíma, námskeiði, eða viðburði.

5. Kennari hefur þann háttin á að jógakennsluþjónusta sem hann/hún veitir er í samræmi við viðurkennda viðskiptahætti og bókhaldsreglur.
Tilgangur þessara reglna er að hjálpa kennurum að þjóna frá þeirra tærustu vitund og til að verja nemendur okkar, samfélög og samtök/félög. Ef kennari brýtur þessar reglur gæti hann/hún verið undirorpinn refsingu af hálfu 3HO IKYTA KRI siðareglu- og faglegra staðlanefndar (3HO IKYTA KRI Ethics and Professional Standards Committee). Umtalsverð brot á þessum reglum (þ.m.t. breytingar á kennslunni (fræðunum), gjörðum sem eru skaðleg nemendum, eða notkun vímuefna eða misnotkun) geta leitt til refsingar, eins og til dæmis að vera meinað að vera fulltrúi 3HO IKYTA, KRI og Kundalini Yoga eins og kennt af Yogi Bhajan® (3HO IKYTA, KRI and Kundalini Yoga as taught by Yogi Bhajan®), hvers kyns hlutverk sem Kundalini Yoga Kennari, brottrekstur sem KRI kennaraþjálfari (KRI Teacher Trainer) og brottrekstur sem IKYTA meðlimur (góðu áliti)
(Termination of IKYTA Membership (Good Standing)).

Með undirritun þessara siðareglna og faglegra staðla viðurkenni ég og samþykki að hvaða endanlegu ákvörðun sem varðar tímabundinn brottrekstur eða brottrekstur verður opinbert skjal. Kennari er ábyrgur fyrir því að hlíta nýjustu reglum sem finna má hjá ikyta.org.

Ég staðfesti hér með að lifa og kenna í samræmi við ofangreindar 3HO IKYTA KRI siðareglur og faglega staðla kundalini jógakennara (3HO IKYTA KRI Code of Ethics and Professional Standards of a Kundalini Yoga Teacher).

Prentið lögskráð og andlegt nafn:___________________________________________________

Dagsetning:_______________

Undirritun:______________________________________