Félag Kundalini jógakennara á Íslandi

Viðburðir

Back to All Events

10 ára afmælisveisla Kundalini kennarafélagsins

  • Jógasetrið 50c Skipholt Reykjavík, Austurbær Iceland (map)

Við höldum upp á 10 ára afmælið með veislu í Jógasetrinu, Skipholti 50C, Reykjavík, og að sjálfsögðu eru vinir og vandamenn velkomnir til að kynnast samfélaginu okkar og njóta góðs af þeirri heilun sem iðkunin gefur okkur. 

Hlöðum huga, líkama og sál saman og fögnum afmæli Kundalini-félagsins í jógískri dekurstund. 

Förum inn á við, sameinumst í söng, skálum í dýrindis súkkulaði, slökum og njótum. 

Thelma Björk frá Andaðu leiðir hugleiðslu og stillir stengi. 

Andagift býður upp á kraftmikið kirtan og súkkulaði frá Guatemala. 

Unnur Valdís leiðir nidra djúpslökun. 

Benedikt Freyr mun töfra á gongið.

Þú mátt mæta í hvítu og börn eru velkomin.

 

Later Event: December 26
Hátíðarjógatími