Félag Kundalini jógakennara á Íslandi

Hvítt tantra

124463-blue-watercolor-background-2500x1933-photos.jpg

Hvítt Tantra

Reykjavík 1. júní 2019

For information in English

Möntrur / Mantras

Verðskrá fyrir White Tantric Yoga® (Hvítt Tantra) þann 1. júní 2019 kl 9-19*

Hotel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík

Þátttökugjald

Fullt verð - 23.500 ISK

Skólafólk og eldri borgarar (+65) - 20.500 ISK

(Við biðjum nemendur vinsamlegast um að sýna eða senda mynd af gildu nemendafélagsskírteini)

Skráning: hvitttantra@gmail.com

Greiðsluupplýsingar:

Reikningur: 0322-26-041008

Kennitala KYTAIS er 631008-1780

Vinsamlegast sendu rafræna kvittun á hvitttantra@gmail.com 

Grænmetismáltíð innifalin í þátttökugjaldinu.

*Vinsamlega athugið, við gætum lokið aðeins eftir 19:00 eða fyrr, það fer eftir lengd prógrammsins sem okkur er úthlutað.


White Tantric Yoga - Hvítt tantra

Frá fornu fari hafa mennirnir fundið að þeir hafa ótal hugsanir, tilfinningar, langanir og þrár.  Samkvæmt jógafræðunum losna þúsund hugsanir jafn skjótt og við deplum auga.  Sumar af þessum hugsunum eru ómeðvitaðar, og sumar festast í undirvitundinni og hafa áhrif á meðvitund hugans.  Í stað þess að stjórna huganum, verður hugurinn og hugsanirnar að stjórnandanum, og það getur valdið hvatvísum ákvörðunum, lélegum samskiptum og stressi.

 Hvítt tantra jóga gerir þér kleift að brjótast í gegnum þessar hindranir í undirvitundinni, svo þú náir að njóta lífsins.  Á skömmum tíma, getur þú upplifað losun undan þessum aukafarangri og úrgangi sem þú berð í huganum.  Eftir því sem þú ferð að sjá og haga þér á hveri stund með meiri skýrleika, munt þú öðlast dýpri skilning á sjálfum þér og líf þitt mun breytast.  Hugur þinn, líkaminn og sálin munu starfa saman sem eitt.  Þetta er braut til persónulegs frelsis og skilnings, og mun færa þér meiri velgengni á ölllum sviðum lífsins.

 Hvítu tantra jóga má ekki rugla saman við svart eða rautt tantra.  Þær gerðir af jóga umbreyta einnig orku, en á annan hátt og með öðrum tilgangi.  Svart tantra beinir orkunni að því að stjórna annarri manneskju og rautt tantra beinir orkunni eingöngu í kynferðislegum tilgangi.

 HVAR ER HÆGT AÐ STUNDA ÞAÐ?

Námskeið í hvítu tantra jóga eru haldin víða um heiminn með regulegu millibili.  Á vetrarsólstöðuhátíðinni í Florida og sumarsólstöðuhátíðinni í New Mexico eru þriggja daga námskeið í hvítu tantra yoga, einnig á jógahátíðinni í Frakklandi í júlí/ágúst ár hvert.

 FYRIR HVERJA ER ÞAÐ?

Jóganemendur á öllum stigum geta tekið þátt í hvítu tantra jóga. Hugleiðslurnar eru djúpstæðar og stundum krefjandi.  Það er mælt með því að hver nemandi/eða kennari í Kundalini jóga láti hvítt tantra jóga verða reglubundinn hluta af sinni andlegu ástundun.

 HVERNIG FER ÞAÐ FRAM?

Hvítt tantra jóga er gert í pörum sem hóp-hugleiðsla. Þú situr á móti félaga, og leiðbeinandinn stýrir.  Leiðbeiningarnar um hugleiðslurnar eru sýndar á myndbandi með Yogi Bhajan.

Hvert námskeið samanstendur af um það bil 6 – 8 kríyum.  Kriya er hugleiðsla sem inniheldur:

Jógastellingu (asana) eða handarstöðu (mudra)

Öndurnaæfingu (pranayama) og/eða huglægan fókus, eða möntru

 Stundum er notuð tónlist með kriyunum.  Þessar kriyur eru mislangar, eru frá 11 og upp í  62 mínútna langar.  Það eru hlé á milli kriya.  Umhverfið er friðsælt og andrúmsloftið vinalegt, stuðningsríkt og upplífgandi.

 Nánari upplýsingar um hvítt tantra jóga er að finna á heimasíðunni: www.whitetantricyoga.com.

 ÚR FRÆÐSLUEFNI FRÁ WHITE TANTRIC YOGA®

Hugurinn leysir úr læðingi þúsund hugsanir á hverju augnabliki. Sumar þessara hugsana týnast ómeðvitað og sumar festast í undirmeðvitund og hafa áhrif á meðvitaða hugsun okkar. Þessar hugsanir koma svo fram sem skynjun, tilfinningar, þrár, margvíslegur raunveruleiki eða hugarórar. Í stað þess að við séum meistari hugsana okkar taka þær völdin og stýra daglegu lífi, stýra og jafnvel trufla okkur. Það getur leitt af sér hvatvísar ákvarðanir, slök samskipti og sjálfskapaða streitu.

White Tantric Yoga® gerir þér kleift að brjóta þér leið í gegnum ómeðvitaðar hindranir hugans svo þú megir öðlast hamingjusamara líf. Á skömmum tíma getur þú upplifað hvernig þú losnar undan byrðum hugans.

 Þegar þú sérð og tekur á móti hverju augnabliki með skýrum huga öðlast þú um leið aukinn skilning á eigin sjálfi og líf þitt getur tekið breytingum. Hugur þinn, líkami og sál geta unnið saman sem eitt. Þetta er leiðin að innra frelsi og meðvitund og mun færa þér meiri velgengni á öllum sviðum lífs þíns.

 White Tantric Yoga® er skrásett vörumerki „Humanology and Health Science Inc.“

 Almennar upplýsingar um White Tantric Yoga® má finna á: 

 HVERS BER AÐ VÆNTA?

White Tantric Yoga® er gert í pörum í hóphugleiðslu. Þú situr á móti hugleiðslufélaga þínum og fylgir leiðbeiningum sem eru birtar á myndbandi á tjaldi og kynntar af Mahan Tantric, Yogi Bhajan.  Fulltrúi Mahan Tantric verður á staðnum til að leiða White Tantric Yoga®.  Hver White Tantric viðburður samanstendur af sex til átta kriyum, en kriya er hugleiðsla sem inniheldur eitt eða fleiri af eftirfarandi atriðum:

• jógastöðu (asana)

 • öndunaræfingu (pranayam)

 • einbeitingu hugans og/eða mantra

 • handstöðu (mudra)

 Stundum er leikin tónlist undir kriyu, en þær eru mislangar, allt upp í sextíu og tvær mínútur.  Á milli kriya er ávallt hlé. Umhverfið er sérlega friðsælt, vingjarnlegt andrúmsloft, hvetjandi og upplyftandi.  Á námskeiðinu er innifalin grænmetismáltíð sem borin er fram í hádeginu.

White Tantric Yoga® færir mig augliti til auglitis við kjarnann í sjálfum mér, opnar hjarta mitt fyrir heimum sem ég hafði enga tilfinningu fyrir áður og sýnum sem augun ekki sjá.  —GK, Cambridge MA

Það voru svo margar sögur um að hugleiðslurnar væru erfiðar og langar að ég óttaðist að ég gæti ekki haldið út. Þegar upp var staðið færði þessi dagur mér eina merkilegustu reynslu lífs míns. Hóporkan hjálpaði mér í gengum ögranir sem ég fór í gegnum. —DM, Houma, LA

White Tantric Yoga® var stórkostlegt og hafði djúp áhrif á mig.  Ég finn fyrir töluverðum breytingum og magnaðir hlutir, bæði fíngerðir og mikilfenglegir eru stöðugt að gerast.  Það er eins og hugur minn sér skýrari og andleg upplyfting stöðugri. Upplifun mín frá þessum degi er slík að ég hef ákveðið að gera Kundalini jóga og White Tantric Yoga® að hluta af lífi mínu um ókomna tíð. —CM, New York City

 HVERNIG VIRKAR WHITE TANTRIC?

Sjáið fyrir ykkur orku alheimsins sem bæði samsíða og hornrétta í eðli sínu, eins og dúk sem er ofinn saman. Alveg eins og dúkurinn sem verður sterkari þegar hann er teygður á ská, þá er White Tantric Yoga® skálína, eða ‘Z’ orka sem er sterkari. Þessi orka, undir stjórn Mahan Tantric, brýst í gegnum hindranir sem eru fastar í undirmeð­vitund okkar. Með því að nota skálínuorku tengir Mahan Tantric, Yogi Bhajan, fíngerða líkama sinn (subtle body) við fíngerðu líkama þátttakenda í gegnum leiðbein­andann, fulltrúa hans á staðnum. Þetta virkar á sama máta og millilandasímkerfi sem nota gervitungl og rafsegulorku til að tengja saman tvo aðila.

 White Tantric Yoga® má ekki rugla saman við svart eða rautt tantra.  Þær tegundir jóga flytja einnig orku, en á annan máta og í allt öðrum tilgangi.  Svart tantra beinir orkunni til að öðlast stjórn á öðru fólki og rautt tantra beinir orkunni eingöngu í kynferðislegum tilgangi.

 HVER ER MAHAN TANTRIC?

Yogi Bhajan varð Kundalinijóga meistari aðeins 16 ára gamall í heimlandi sínu, Indlandi.  Hann flutti til vesturheims, til Bandaríkjanna árið 1968. Umboð um að verða Mahan Tantric, meistari í White Tantric Yoga®, var honum veitt árið 1971. Ástundun White Tantric Yoga®, eins og á við um flesta heilaga austurlenska þekkingu og visku, var áður hefð sem aðeins var miðlað af kennara til nemanda á dulrænan og valkvæman máta – aðeins fyrir fáa útvalda.  Sem brautryðjandi á öld vatnsberans, ákvað Yogi Bhajan að opna upplifunina af White Tantric Yoga® fyrir öllum þeim sem vildu kynnast og kjósa þessa stórkostlegu tækni og fræði.  Árið 1971 var White Tantric Yoga® fyrst kennt opinberlega í Los Angeles.

Fram til ársins 1986 ferðaðist Yogi Bhajan um allan heim og hélt allt að þrjátíu námskeið á ári hverju fyrir þúsundir nemenda. Árið 1987 notaði hann sína einstöku hæfileika sem meistari, nýtti sér tæknina og tók White Tantric Yoga® námskeiðin upp á myndband. Hafa þau verið kennd þannig síðan og virka nákvæmlega eins og hafa sömu áhrif og þegar hann var sjálfur að kenna.  Hann sagði að myndböndin myndu halda áfram að hafa sömu áhrif um ókomna tíð þrátt fyrir að hann yrði ekki lengur í sínum efnislega líkama. Þetta hefur verið margsannað og í raun, eftir að Yogi Bhajan yfirgaf efnislíkama sinn þann 4. október 2004, hafa þúsundir White Tantric Yoga® þátttakenda staðfest af eigin upplifun að hún væri eins og hann væri sjálfur á staðnum með þeim.

  HVERJIR TAKA ÞÁTT Í WHITE TANTRIC?

Engar forkröfur eru gerðar á þátttakandur í White Tantric Yoga®.  Byrjendur munu tengjast innri orku og njóta djúprar og stundum krefjandi hugleiðsluupplifunar.  Þeir sem eru lengra komnir og hafa stundað hugleiðslu áður munu dýpka eigin upplifun og uppgötva nýjar leiðir í þroskaskrefum eigin andlegrar vitundar.